Bara 40 dagar til jóla
Já bara fjörtíu dagar til jóla...svona fer nú eftir því hvernig er talið...en sem sagt mjög stutt til jóla frá jarðsögulegu sjónarmiði. Ég er að komast í jólaskap mitt í kreppu...hlakka til að fá krakkana næstu helgi og ætla að láta þau gera jólagjafir handa öllum úr mjólkurfernum, plastpokum og þurrkuðum graskersfræjum...ekki alveg viss hvað kemur út úr þessu, en það er jú hugurinn.
Að öðru leyti þá líður mér bara nokkuð vel í dag...kviðslitsdæmið grær vel og ég væli ekki eins mikið. Reyndar má ég ekki ennþá hnerra, hósta eða hlæja þá rífur vel í ...svo að ég reyni að láta vera að horfa á gamanefni, sleikja kvefað fólk eða pipra...hmm jú ég pipra aðeins.
Laugardagur í dag...stefnan sett á að gera nákvæmlega ekki neitt...glápa á einn leik og svo ætla ég að elda eitthvað græðgislega gott...
Ég bið að heilsa í bili,
A
Að öðru leyti þá líður mér bara nokkuð vel í dag...kviðslitsdæmið grær vel og ég væli ekki eins mikið. Reyndar má ég ekki ennþá hnerra, hósta eða hlæja þá rífur vel í ...svo að ég reyni að láta vera að horfa á gamanefni, sleikja kvefað fólk eða pipra...hmm jú ég pipra aðeins.
Laugardagur í dag...stefnan sett á að gera nákvæmlega ekki neitt...glápa á einn leik og svo ætla ég að elda eitthvað græðgislega gott...
Ég bið að heilsa í bili,
A
Ummæli